Sjómenn semja til 10 ára

Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Samtök sjómanna skrifuðu undir tímamóta kjarasamning við útgerðarmenn undir miðnætti í gær.

Samningurinn er til 10 ára með uppsagnarákvæði sem hægt er að virkja eftir 4 ár.

Samið var um 3,5% viðbótargreiðslu í lífeyrissjóð og að sjómenn fái sömu hækk­an­ir á kaup­trygg­ing­unni og aðrir fá, hvort sem um er að ræða krónu­tölu­hækk­an­ir eða pró­sentu­hækk­an­ir, þar sem lág­marks­laun fylgi í framtíðinni töflu í samn­ing­um Starfs­greina­sam­bands­ins.

Frekari upplýsingar og kynningarefni verður birt á heimasíðu félaganna síðar í dag eða á morgun.

Þá hefur verið ákveðið að halda opna kynningarfundi um innihald samningana en tímasetning þeirra funda liggur ekki fyrir.

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og verður kynnt betur síðar.  

DEILA