Landið appelsínugult nema N-Vestfirðir

Gert er ráð fyrir vondu veðri á morgun þriðjudag og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið nema norðanverða Vestfirði þar er viðvörunin gul.

Búast má við sunnan stormi roki og sums staðar ofsaveðri, 20-30 m/s, í fyrramálið með slyddu eða snjókomu.

Snýst í suðvestan hvassviðri með éljum, fyrst vestan til en eftir hádegi austanlands,

Hiti víða í kringum frostmark en allt að 5 stigum við suðurströndina framan af degi. Vægt frost annað kvöld.

DEILA