Í yfir 100 ár hefur Kvenfélagið Brautin boðið eldri borgurum á árshátíð

Laugardaginn 25. febrúar næst komandi býður kvenfélagið Brautin öllum 60 ára og eldri íbúum bæjarins til árshátíðar í Félagsheimilinu í Bolungarvík

Árshátíðin hefst kl. 18:00 á borðhaldi, skemmtiatriði verða meðan á borðhald stendur og að því loknu verður stiginn dans.

Fyrsta skemmtunin af þessu tagi var haldin árið 1917.

Það var í nóvember mánuði 1911 sem konur í Bolungarvík hófu máls á því að stofna með sér kvenfélag. Fundur var haldinn 24. nóvember, á honum var félagið stofnað af 38 konum. Hefur félagið starfað óslitið síðan.

DEILA