Fleiri nýir en færri útskrifaðir hjá Virk

Samtals 2.306 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2022, 3% fleiri en árinu áður. 1.760 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 5% færri en 2021 en það ár var metár í útskriftum frá VIRK.

2.319 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin. 15.330 hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og 79% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.

Þjónustukannanir sýna að þjónustuþegar eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu.

VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður  er sjálfseignarstofnun og sjóður með sérstaka stjórn. Stofnendur eru Alþýðusamband Íslands  og Samtök atvinnulífsins, BSRB, Kennarasamband Íslands, Bandalag háskólamanna, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga.

DEILA