Bjarndís málari og mannlífið á Ísafirði

Ein af þeim sem fylgist vel með mannlífinu á Ísafirði er Bjarndís Friðriksdóttir málari.

Hún þekkir ótrúlega marga og á gott með að spjalla við allskonar fólk.

Hún er stundum hátt uppi eins og sést á þessari mynd og sér þá vel yfir bæinn sinn. Þarna er hún að mála Túngötu 7 fyrir Elsu Gunnlaugs og harðfisk Finnboga, en myndin er tekin fyrir 15 árum.

Í gær hitti hún þessa yndislegu höfðingja þá Villa Valla og Gulla Jónasar. Bjarndís segir að þetta séu 93 ára unglingar báðir fæddir 1930.

Þeir hafa báðir verið með sín fyrirtæki í Hafnarstrætinu í hjarta bæjarins og með sína léttu lund glaðlyndir hressir og gefandi og sérlega fallegu þjónustulund við fólkið sitt í bænum og eru sómi okkar og bæjarins og mikið erum við rík að eiga þess öðlinga.

Þetta eru systurnar úr Ásbyrgi ,Magga og Haddý Guðbjartar.

Þær eru svo yndislegar þessar vinkonur léttar í lundi glaðlyndar jákvæðar og hafa búið hér á Ísafirði og þau öll systkinin skipstjórarnir Geiri og Hörri og Baddi. Magga er að verða 96 ára og ég held að það sé rétt með farið hjá mér að hún sé þriðji elsti íbúinn í Ísafjarðarbæ segir Bjarndís.

DEILA