Birtir af degi – bók fyrir fólk af erlendum uppruna

Birtir af degi er léttlestrarbók fyrir fólk af erlendum uppruna, sem er búið með grunninn í íslensku.

Bókin samanstendur af 12 stuttum, skemmtilegum og sjálfstæðum sögum úr ýmsum áttum. Fólk lærir nýja og spennandi hluti, hlutir öðlast líf, við skyggnumst inn í hugarheim dýranna og margt fleira.

Eftir ábendingar sérkennara, textahöfunda og konu af erlendum uppruna eru erfið orð og orðasambönd útskýrð með tilvísunum. Auk þess er ein handteiknuð mynd með hverri sögu, sem styður við tilvísanirnar.

Allt þetta léttir fólki lesturinn og hjálpar því að skilja betur íslenskuna.

DEILA