Aukið framboð fjarnáms í háskólum landsins

Meðal áherslna háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er fjölgun tækifæra og efling atvinnulífs um land allt með góðu aðgengi fólks að háskólanámi í sinni heimabyggð.

Við mat umsókna í verkefninu Samstarf háskóla var sérstaklega litið til möguleika á námi óháð staðsetningu og alls fengu 18 verkefni styrk með það að markmiði að auka framboð fjarnáms.

Þar á meðal eru sameiginlegt átak í íslenskukennslu, fjölgun fagmenntaðs leikskólastarfsfólks með eflingu fjarnáms og öflugra tækninám. Einnig neistaranám í netöryggi og meistaranám í heilsugæsluhjúkrun.

Samtals hefur verið ráðstafað yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla með það að markmiði að auka gæði námsins og samkeppnishæfni skólanna.

DEILA