Mikið vatn flæðir um göt­ur á Tálknafirði

cof

Vegna mikilla vatnavaxta hafa orðið vegaskemmdir á Strandgötu við Tunguá á Tálknafirði.

Gatan er því lokuð fyrir allri umferð meðan ekki er ljóst hversu miklar skemmdir hafa orðið á götunni.

Tálknfirðingar eru beðnir að vera sem minnst á ferðinni til að trufla ekki störf viðbragðsaðila sem eru að vinna í að veita vatni burt. Sama á við um hafnarsvæðið en þar er slökkvilið að dæla vatni frá húsum. 

Tilkynning verður send út um leið og ástandið skýrist betur segir í frétt frá Tálknafjarðarhreppi

DEILA