112 dagurinn

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna.

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112.

Það er mikilvægt að minna á þetta númer – af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.

Samt er það svo að best væri að þú þurfir aldrei að hringja í 112 – en ef þú þarft þess, þá er mikilvægt að reyna að halda ró sinni, vera skýr og hlusta á neyðarvörð.

Í tilefni af 112 deginum í ár er hér gagnvirkt myndband þar sem þú getur upplifað á eigin skinni hvernig er að hringja inn til 112.

Horfa á myndband

DEILA