Vegagerðin leggur mikla áherslu á að minnka umhverfisáhrif vegarins um Teigsskóg

Fastanefnd Bernarsamningsins hefur skilað skýrslu vegna vegaframkvæmda í Teigsskógi.  

Vegagerðin hefur kynnt sér vel þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni. Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er að finna umfjöllun um vegagerð í Gufudalssveit.

Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunnar sem og vistkerfin sem þau þrífast í.

Vegagerðin hefur kynnt sér vel skýrslu fastanefndar Bernarsamningsins og mun taka tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram og snúa að Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur lagt mikla áherslu á að minnka umhverfisáhrif vegarins um Teigsskóg. Til dæmis hefur verið gerð vöktunaráætlun, en gert er ráð fyrir að vakta einstaka þætti þar til tíu árum eftir að framkvæmdum lýkur.

Sett hefur verið í loftið kortasjá þar sem skoða má framkvæmdina og áhrif á umhverfið. Á vef Vegagerðarinnar má einnig finna skýrslur og áætlanir í tengslum við framkvæmdina.

Upplýsingar um framkvæmdina, kortasjá fyrir vöktun í Gufudalssveit og skýrslur í tengslum við vöktun og framkvæmd má finna á vef Vegagerðarinnar.

DEILA