Útköll Landhelgisgæslunnar 299 árið 2022

Flugdeild Landhelgisgæslunnar sinnti 299 útköllum árið 2022 og hafa þau aldrei verið fleiri.

Af útköllunum 299 voru 156 þeirra vegna sjúkraflutninga og 115 vegna leitar eða björgunar.

Um þriðjungur útkallanna voru farin á sjó sem er aukning frá fyrra ári.

Þá fjölgaði sjúkraflutningum á árinu en meðal annars var nokkuð um útköll til Vestmannaeyja og á sunnanverða Vestfirði sem hefðbundið sjúkraflug gat ekki annast sökum veðurs eða slæms skyggnis. Af útköllunum 299 voru 136 þeirra á hæsta forgangi.

Fyrra met var sett árið 2018 en þá annaðist Landhelgisgæslan 278 útköll með loftförum stofnunarinnar.

DEILA