Þrettándagleði í Bolungarvík i kvöld

Á þrettánda dag jóla er haldin þrettándagleði Bolungarvíkurkaupstaðar.

Þar munu álfar, kóngafólk, prinsar, prinsessur, biskup, stallari, skratti, bændafólk, álfameyjar, ljósálfar, svartálfar, jólasveinar, púkar, Grýla, Leppalúði og börnin þeirra mæta til að gleðja gesti og skemmta sér. Söngvar verða sungnir og dans stiginn.

Viðburðurinn fer fram föstudaginn 6. janúar kl. 18:00 á bak við grunnskóla og sundlaug þar sem sviðið er staðsett.

Íbúar eru hvattir til að kíkja við og kveðja saman jólin. Heitt kakó verður á staðnum fyrir gesti.

DEILA