Styrktarsjóðir – vinnustofa í Blábankanum

Australian artist Kyle Hughes-Odgers paints the Blue Bank building. Westfjords, Iceland.

Í Blábankanum á Þingeyri verður sérstök kynning á styrktarsjóðum mánudaginn 6. febrúar kl. 16:30.

Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu, kynnir styrktarsjóði sem standa til boða bæði fyrirtækjum og einstaklingum og að hverju þarf að huga við gerð umsókna, sem oft virðast óreyndum hálfgerður frumskógur.

Sérstaklega er vakin athygli á þessari vinnustofu fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér Atvinnumál kvenna, sem opnar fyrir styrkumsóknir nú í febrúar, en einnig verða kynntir aðrir styrkir í boði fyrir frumkvöðla og atvinnurekendur.

Vinnustofan fer fram á íslensku og ensku eftir þörfum og er án endurgjalds.

Skráning og frekari upplýsingar á info@blabankinn.is.

DEILA