Styrkjum úthlutað úr Sviðlistasjóði – Ekkert til Vestfjarða

172 milljónum var í dag úthlutað til stuðnings verkefna á sviði sviðslista fyrir leikárið 2023/24. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhenti styrkina í Tjarnarbíóvið hátíðlega athöfn. Sviðslistaráð veitir 105 milljónum króna til 13 atvinnusviðslistahópa á leikárinu og fylgja þeim 132 listamannalaunamánuðir sem jafngilda 67 milljónum króna, 58 mánuðir voru veittir einstaklingum utan sviðslistahópa.

Heildarstuðningur til sviðslistahópa er því 172 milljónir á árinu.

105 milljónum króna var í dag úthlutað til sviðslistafólks og hópa úr Sviðslistasjóði. Hæstu styrkina hlutu Hringleikur – sirkuslistafélag fyrir götuleikhússýninguna Sæskrímslin sem mun fara fram á hafnarsvæðum víðs vegar um landið og Menningarfélagið MurMur og sviðslistahópurinn Rauði sófinn fyrir endurgerð á íslenska verkinu Aðventu.

Alls bárust 111 umsóknir í sjóðinn og  var sótt um ríflega 1,1 milljarð króna í Sviðslistasjóð. Sótt var um alls 1.273 mánuði í launasjóð sviðslistafólks. 

„Það er gaman að sjá hve fjölbreytt verkefni fá hér stuðning frá Sviðslistasjóði; sirkussýning, ný íslensk leikverk, barnaleikrit og söngleikir. Ég efast ekki um að það hefur verið erfitt fyrir Sviðslistaráð að velja á milli verkefna. Mikil gróska er í umhverfi sviðslista og það hefur margt áunnist í málefnum sviðslista að undanförnu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Viðbrögð Kómedíuleikhússins eina atvinnuleikhússins á Vestfjörðum voru hógvær “ Jæja við erum orðin vön þessu svari svo það kemur ekki á óvart að Sviðslistasjóður hafi hafnað umsókn frá okkur enn á ný.“

DEILA