Styrkir til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Mennta- og barnamálaráðherra hefur úthlutað 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um er að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi.

Körfuknattleiksdeild Vestra hlaut styrk upp á kr. 1,507,208 kr. Ekki komu styrkir til annarra íþróttafélaga á Vestfjörðum.

Hæsti styrkurinn kom í hlut KSÍ eða kr. 110.117.814 en KKÍ hlaut styrk upp á kr. 36.613.517.

Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að úthlutunin byggi á tillögum vinnuhóps Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands út frá skilyrðum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Skilyrði stuðnings var tekjutap við það að fella tímabundið niður starfsemi og/eða kostnaðarauki vegna opinberra sóttvarnaráðstafana.

DEILA