Skíðafélag Strandamanna býður upp á skíðagönguæfingar fyrir fullorðna einu sinni í viku í vetur, æfingarnar verða frekar óformlegar þar sem þjálfarar frá SFS verða á staðnum til að gefa góð ráð varðandi búnað, tækni og hvað eina sem við kemur skíðagöngu.
Æfingarnar verða til skiptis í Selárdal og Reykhólum og eftir því sem veður og aðstæður leyfa.
Fyrstu tvær æfingarnar verða sem hér segir:
Fimmtudagur 19. janúar Selárdalur kl. 17.
Laugardagur 28. janúar Reykhólar kl. 13
Nánari tímasetningar og staðsetningar á fleiri æfingum verða auglýstar síðar en fara eftir aðstæðum og veðurspá hverju sinni. Sjá facebooksíðu Skíðafélagsins
