Skatturinn hótar slitum á 1.165 félögum

Ríkisskattstjóra hefur verið falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum.

Á heimasíðu Skattsins kemur fram að fyrirhugað sé að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi.

Á Skatturinn.is segir að tveggja vikna frestur sé veittur til að fullnægja skráningarskyldu og miðast upphaf frestsins við birtingardag áskorunar í Lögbirtingablaði sem var sl. miðvikudag, 11. janúar sl. „Áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt. Ríkisskattstjóri hvetur alla þá sem eiga eftir að skrá raunverulega eigendur að ganga frá skráningu,“ segir í tilkynningu Skattsins.

Hér fyrir neðan má sjá lögaðila sem tengjast Vestfjörðum og skorað er á að skila inn fullnægjandi gögnum.

Minningarsjóður Flateyrar

Skógræktarfélag Önundarfjarðar

Skógræktarfélag Súgandafjarðar

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar-unglingaráð

Leikfélag Patreksfjarðar

Kaupmannafélag Vestfjarða

Búnaðarfélag Mýrahrepps

B-listinn í Norðvesturkjördæmi

Félag Árneshreppsbúa

Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra

Fjölmenningarfélagið á Vestfjörðum

Björt framtíð Ísafjarðarbæ

Samtök um kvennalista,Vestfj

Búnaðarfélag Reykhólahrepps

Hollvinir Dunhaga

Foreldrafélag Grunnsk á Ísaf

Útvegsmannafélag Vestfjarða

Nemendafélag Grunnskólans Ísaf

Krabbameinsfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Myndlistarfélagið Ísafirði

Ísfólkið,stuðningsmfél körfub

Ferðamálasamtök Vestfjarða

Samkomuhús Súðavíkur

Samband breiðfirskra kvenna

Veraldarvinir á Vestfjörðum

Samkomuhúsið Ögri

Sjálfstæðisfélag Ísfirðinga

Félag landeigenda Hesteyri

Iðnaðarmannafélag Patreksfj

Ísfirðingur,landsmálablað

J.C.Vestfirðir

Félags- og menningarmiðstöð Flateyri

Jafnaðarmannafélag Ísafjarðarbæ

Vestfirðingur,landsmálablað

Rekstrarfélagið Hafnarstræti 19,Ísafirði

Styrktarsj húsbygg Tónlsk Ísafj

Vörubílstjórafélag Ísafjarðar

DEILA