RÚMLEGA HELMINGUR FÓLKS Á ALDRINUM 18-24 ÁRA Í FORELDRAHÚSUM

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands bjuggu 55,5% ungs fólks á aldrinum 18-24 ára í foreldrahúsum árið 2021.

Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá upphafi mælinga, árið 2004, og var hæst árið 2016, eða 62,2%.

Í aldurshópnum 25-29 ára bjuggu 22,5% í foreldrahúsum árið 2021 en horft yfir tímabilið 2004-2021 var hlutfallið einungis hærra árið áður, eða 25,2% árið 2020.

Í báðum aldurshópum eru karlar líklegri til að búa með foreldrum sínum heldur en konur en árið 2021 bjó tæplega helmingur, eða 46,3%, kvenna á aldrinum 18-24 ára með foreldrum sínum samanborið við 63,6% karla.

Í aldurshópnum 25-29 ára bjuggu 21,1% kvenna með foreldrum sínum samanborið við 23,6% karla árið 2021, en árið 2004 var hlutfallið svipað hjá körlum en rúmlega helmingi minna hjá konum.

DEILA