Markaðsstofur og mannamót

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ferðakaupstefnu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Í ár verða 230 sýnendur á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem í ár verður í Kórnum í Kópa­vogi þann 19. janúar kl. 12-17.

Frá Vestfjörðum eru þessir þátttakendur í ár:

Reykhólar – Báta- og hlunnindasýningin

Sauðfjársetrið

Galdur Brugghús 

Byggðasafn Vestfjarða

Melrakkasetur Íslands

Iceland Backcountry Travel 

Gemlufall gisting og Café

Hnjótur – Minjasafn Egils Ólafssonar

Dokkan brugghús

Fantastic Fjords

Vesturbyggð

Sjóferðir 

Gistihúsið við Höfnina /Harbour Inn

Ísafjörður Guide

Hótel Ísafjörður

Westfjords Adventures

Vesturferðir

Galdrasýning  á Ströndum

Borea Adventures Vegamót Bíldudal

DEILA