Lítið krapaflóð á Patreksfirði

Í tilkynningu frá Vesturbyggð segir að rétt um klukkan 10 í morgun hafi fallið krapaflóð úr Geirseyrargili á Patreksfirði.

Ekki er um mjög stórt flóð að ræða en svæðið frá Ráðagerði að lögreglustöð er lokað að svo stöddu.

Verið er að hreinsa farveginn og göturnar sem lokuðust. Verið er að kanna aðstæður í gilinu og meta hættu á frekari flóðum, en við fyrstu athugun lítur ekki út fyrir að meiri hætt sé fyrir hendi en vatnsstraumur liggur niður hlíðina.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu eru íbúar beðnir um að halda sig heima.Verið er að kanna aðstæður á öðrum stöðum í sveitarfélaginu.

DEILA