Kynning á fræðslusjóðum og súpa fylgir með

Fimmtudaginn 26. janúar mun Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar, kynna fræðslusjóðina og aðra fræðslusjóði atvinnulífsins.

Kynntir verða möguleikar fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana á styrkjum og endurgreiðslu vegna fræðslu starfsmanna.

Fundurinn verður haldinn í Bryggjusal Edinborgarhússins og hefst hann kl. 12:00.
Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð og er aðgangur ókeypis.

Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem sjá um endurmenntun starfsmanna eru hvattir til að koma og kynna sér hvaða möguleikar eru í boði á styrkjum og endurgreiðslu fyrir fræðslumál starfsmanna

DEILA