Ísafjörður – Grétar Smári er efnilegastur

Grétar Smári Samúelsson og Dagur Benediktsson íþróttamaður Ísafjarðarbæja 2022

Þegar íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 var útnefndur var efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 einnig valinn og féll titillinn í skaut Grétars Smára Samúelssonar, en Grétar stundar skíðagöngu af miklu kappi.

Í rökstuðningi SFÍ segir að hann hafi náð frábærum árangri á síðasta ári og unnið allar þær greinar sem hægt er að vinna á skíðagöngumótum fyrir hans aldur auk þess að vera í öðru sæti af 125 keppendum í 25 km hefðbundinni göngu í Fossavatnsgöngunni. 

DEILA