Gul veðurviðvörun -huga skal að niðurföllum

Á morgun gengur SA-stormur yfir landið. Komin verður þíða með rigningu og væntanlega flughálku þar sem klaki er fyrir.

 Hiti verður á bilinu 5 til 9 stig. Búast má við talverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka.

Á Vestfjörðum er búist við allhvassri eða hvassri suðaustanátt, 13-20 m/s. Snjókoma með köflum, einkum á fjallvegum. Hlýnar síðan og fer að rigna á láglendi, hlýnar einnig síðar á fjallvegum. Búast má við mikilli hálku eftir að hlýnar.

DEILA