GLJÁHÁFUR

Hér við land er hann algengastur djúpt í Berufjarðarál, undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi og finnst allt norður í sunnanvert Grænlandssund.

Sennilega hægfara djúp- og botnfiskur sem þvælist stundum miðsævis. Hann hefur veiðst á 270-3675 m dýpi en er sjaldséður grynnra en 400 m. Hér hefur hann veiðst niður á meira en 1500-1600 m dýpi, en virðist algengastur á um 800 til 1100 m dýpi.

Fæða er einkum ýmsir fiskar, en einnig smokkfiskur. Þá hafa fundist stykki af hvalkjöti og spiki í maga gljáháfa á Íslandsmiðum svo hann fúlsar ekki við hræjum sem á vegi hans verða.

TungumálSamheiti
Fræðiheiti:Centroscymnus coelolepis
Danska:portugisisk haj
Norska:dypvannshå
Enska:Portuguese dogfish, Portuguese shark
Þýska:Portugieserhai
Franska:pailona, pailona commun
Spænska:pailona
Portúgalska:carocho, pailona-preta
Rússneska:ortugál’skaja akúla

Af vefsíðunni hafogvatn.is

DEILA