Garpsdalskirkja

Garpsdalskirkja er í Reykhólaprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Garpsdalur er bær, kirkjustaður  fyrrum prestssetur við norðanverðan Gilsfjörð. Þar var kirkja helguð Guði, Maríu guðsmóður, Pétri postula og Þorláki helga í katólskum sið.

Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1935. Garpsdalsprestakall var lagt niður 1890, sóknin lögð til Staðarhólsþinga og síðar til Reykhóla.

Núverandi kirkja var byggð úr járnklæddu timbri 1934-35 og í henni eru m.a. merkra gripa forn róðukross og altaristafla, sem Brynjólfur Þórðarson, listmálari, málaði.

Af vefsíðunni is.nat.is

Garpsdalskirkja. Mynd: Björn Ingi Bjarnason.

DEILA