Flestar nýskráningar í dísilbílum fyrstu daga ársins

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu daga þessa nýja árs eru alls 194.

Í samanburði við fyrstu daga ársins 2022 voru þær 245 og nemur fækkunin því rúmum 20% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda er vakin athygli á að flestar nýskráningar þessa fyrstu daga ársins eru í dísilbílum.

Hlutdeild þeirra er 25,1%, rafmagnsbíla 21% og hybrid 20,5%. Tengiltvinnbílar eru í fjórða sætinu með 16,9% hlutdeild og bensínbílar 16,4%.

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu en óvissa hefur ríkt á bílamörkuðum, skortur hefur verið á íhlutum og bíðtími lengst segir í frétt FÍB. 

DEILA