Brjánslækjarkirkja

Brjáns­lækur er fornt höfuðból, kirkju­staður og lengi prests­setur við mynni Vatns­fjarðar á Barða­strönd.

Kaþólskar kirkjur þar voru helg­aðar heil­ögum Greg­oríusi. Útkirkja var í Haga.

Prestakallið var lagt niður 1970 og sóknir þess lagðar til Sauð­lauks­dals.  Þá hafði enginn prestur setið á Brjánslæk frá 1935.

Núver­andi kirkja var vígð 1908.  Hún var byggð eftir teikn­ingum Rögn­valds Á. Ólafs­sonar.  Þórarinn B. Þorláksson, list­málari, málaði altar­is­töfluna 1912.  Hún sýnir Krist með lamb í fanginu.  Í kirkj­unni er kaleikur frá 1804.

Af vefsíðu Vesturbyggðar

DEILA