Breytt fyrirkomulag í sánunni í Sundhöll Ísafjarðar

Nú á nýju ári tekur við breytt skipulag á aðgengi að sánunni í Sundhöll Ísafjarðar. Eins og þau sem þekkja til vita er aðgengi að sánu takmarkað við annan búningsklefa sundhallarinnar og hefur hann því verið karla- og kvennaklefi til skiptis, konur hafa komist í sánuna á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum og karlar á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum.

Konur hafa lengi kallað eftir sanngjarnari skiptum og því hefur verið ákveðið að aðgengið verði breytilegt eftir vikum; í sléttum vikum hafa konur aðgang að sánunni á föstudögum og í oddavikum hafa karlar aðgengi að henni á föstudögum. Skipulagið verður því svona:

Kvennaklefi
þriðjudagar
fimmtudagar
sunnudagar
föstudagar í sléttum vikum

Karlaklefi
mánudagar
miðvikudagar
laugardagar
föstudagar í oddavikum

Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is

Þessi breyting er til reynslu að því leyti að mögulega er annað fyrirkomulag heppilegra til skiptingar. Gestir sundhallarinnar eru því hvattir til að koma sínum hugmyndum á framfæri með því að senda tölvupóst á postur@isafjordur.is

DEILA