BÓNDADAGURINN 2023

Haldið er upp á bóndadaginn í dag en hann markar upphaf hins forna mánaðar þorra.

Hér áður fyrr áttu bændur að bjóða þorra í garð meðal annars með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag hans.

Karlar á Íslandi eru 199.840 talsins í dag og geta átt von á því að ná að meðaltali 80,9 ára aldri. Þá er hlutfall karla, sem starfandi eru á íslenskum vinnumarkaði 80,3%.

Konur á Íslandi eru umtalsvert færri eða 187.840. Kynsegin/annað eru 130.

Landsmönnum fjölgaði um 2.570 á síðasta ársfjórðungi. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 247.590 manns en 140.210 á landsbyggðinni.

DEILA