Bolungarvík – Sjálfsbjörg með sólarpönnukökur

Mörg undanfarin ár (nema tvö þau síðustu) hefur Sjálfsbjörg í Bolungarvík haft það sem sína aðalfjáröflun að baka og selja pönnukökur þá daga sem sólin sést aftur í Bolungarvík.

Það eru félagsmenn og velunnarar félagsins sem baka pönnukökur og flestar nota til þess tvær pönnur í einu. Ein jók afköstin verulega en henni tókst að baka á fjórum pönnum samtímis. Enda eru það mörg þúsund pönnukökur sem eru bakaðar

Velunnarar Sjálfsbjargar gefa hráefni til bakstursins og umbúðir. Það eru fyrirtækin Jakob Valgeir , Mjólkurvinnslan Arna, Bónus og Kjörbúðin.

Þetta árið hófst baksturinn á sunnudag og næstu þrjá daga var byrjað kl. 6 að morgni að setja á rjóma og sykra pönnukökurnar og var fengin til þess aðstaða í húsi Slysavarnafélagsins.

Fyrstu árin fór salan að mestu fram í Bolungarvík en á seinni árum hefur verulegur hluti farið til Ísafjarðar.

DEILA