Atvinnulausum fjölgar

Atvinnulausir voru 6.848 í lok desember, 3.784 karlar og 3.064 konur og fjölgaði atvinnulausum körlum um 205 frá nóvemberlokum og atvinnulausum konum fjölgaði um 64.

Alls voru 607 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok desember og fjölgaði um 42 frá nóvember.
Í desember 2021 var fjöldi atvinnulausra á þessum aldri hins vegar 1.005.

Töluverður munur var á atvinnuleysi eftir landshlutum.

Alls voru 3.243 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar um 7,2% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 47% í desember.

Flestir atvinnuleitendur með erlendan ríkisborgararétt komu frá Póllandi eða 1.589 sem er um 49% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. Því næst koma Litháar, Rúmenar, Lettar og Spánverjar en færri af öðrum þjóðernum.

DEILA