Af lífi og sál

Út er komið þriðja bindið af bókinni Af lífi og sál: Íslenskir blaðamenn eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur.

Í bókinni ræðir reynt fjölmiðlafólk um lífshlaup sitt og störf við fjölmiðlun á seinni hluta 20. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 21.

Í tólf viðtölum sem tekin eru af Guðrúnu Guðlaugsdóttur er af næmni dregin upp áhugaverð mynd af svipmiklum einstaklingum og fyllt upp í ýmis göt í fjölmiðlasögunni.

Bókin er sú þriðja í röð bóka um íslenska blaðamenn og er gefin út á 125 ára afmæli Blaðamannafélags Íslands. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari tók nýjar og sterkar portrettmyndir af viðmælendum sem prýða forsíður viðtalanna. Birgir Guðmundsson prófessor við Háskólann á Akureyri ritsýrði bókinni og skrifar inngangskafla.

DEILA