40 ár frá krapaflóðunum sem féllu á Patreksfjörð 1983

Patreksfjarðarkirkja. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórir létust og nítján hús skemmdust í krapaflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983.

Minningarathöfn um þau sem létust verður haldin sunnudaginn 22. janúar næstkomandi í tilefni þess að þá verða 40 ár liðin frá atburðinum.

Kl. 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði.

Kl. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann.

Kl. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka:
– Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps.
– Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
– Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.

DEILA