Þróunarsjóður Flateyrar

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020 var skipaður starfshópur sem gerði tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri og Önundarfirði. Ein af þeim var að stofnaður yrði Þróunarsjóður til að veita styrki í nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri. Sjóðurinn er fjármagnaður af ríkissjóði og úthlutar u.þ.b. 20 miljónum á ári á þriggja ára tímabili 2020-2023, en fyrsta og síðasta árið teljast hálf og því úthlutað 10 miljónum.

Þróunarsjóður Flateyrar úthlutar nú í fjórða skiptið og er gert ráð fyrir a.m.k. 10 miljónum til úthlutunar.

Mat verkefna tekur mið af niðurstöðum íbúaþings á Flateyri og markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og Hverfaráði Önundarfjarðar.

Auglýst er eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til og með 17. janúar 2023 kl. 16.00.

DEILA