ÞRIÐJUNGUR INNFLYTJENDA FRÁ PÓLLANDI

Í samantekt Hagstofu Íslands kemur fram að innflytjendur í manntalinu 2021 voru að miklum meirihluta frá Póllandi, alls 18.950 manns (36,1% innflytjenda).

Í manntalinu 2011 voru innflytjendur frá Póllandi alls 8.769 (35,9% innflytjenda). Pólverjum sem flust höfðu hingað til lands hafði því fjölgað um 116% milli manntala en hlutfall þeirra af heildarfjölda innflytjenda var svipað.

Næst mest var fjölgun Litháa og svo Filippseyinga og Rúmena.

Hæst hlutfallsleg aukning var meðal Rúmena í hópi innflytjenda eða 825%.

Innflytjendur eru þeir einstaklingar sem fluttust til landsins, fæddust erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Afkomendur innflytjenda sem fæðast á Íslandi og þeir einstaklingar sem eiga annað foreldri erlent og fluttust til landsins eru flokkaðir með innlendum íbúum.

DEILA