Þörf fyr­ir hús­næð­is­bæt­ur tíma­bund­in hjá flest­um

Talsverð hreyfing er á húsnæðisbótaþegum. Stór hluti þeirra sem þiggja húsnæðisbætur gera það einungis tímabundið.

Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur.

Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur.

Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.

DEILA