Saman gegn sóun 2023

Á þeim vegamótum sem áramót eru fyrir mörgum er um að gera að strengja sér áramótaheit sem snýr að því að bæta áhrif sín á umhverfið.

Einhverjir upplifa flugelda sem órjúfanlegan hluta af áramótunum. Þá getur verið sniðugt aðsameinast með nágrönnum, fjölskyldu eða vinum um að kaupa flugelda, láta sér færri duga og njóta þeirra sérstaklega vel í betri loftgæðum.

Það má segja að það sé orðin ákveðin hefð að styrkja björgunarsveitirnar á áramótunum. Besta leiðin til að styrkja þær er með beinum peningastyrk.

Settu þér markmið sem eru skýr, mælanleg, aðlaðandi, raunhæf og tímasett og náðu þannig betri árangri.

 Þú gætir heitið því að einu sinni í viku eldar þú úr því sem er til í ísskápnum. Kallaðu það svo lata fimmtudaga og njóttu þess að þurfa ekki að fara út í búð, skipuleggja hvað þú ætlar að hafa í matinn, né eyða pening þann daginn.

Svo er líka hægt að hreinsa til í samfélagsmiðlunum og skrá sig  af póstlista verslanna, og minnka þannig freistingar.

Þú getur til dæmis byrjað á því að skipta yfir í umhverfisvænni almenningssamgöngur einu sinn í viku. Þremur mánuðum seinna getur þú svo prófað að bæta við öðrum degi.

Saman gegn sóun | Grænn lífstíll, ráð og fræðsla um minni sóun. (samangegnsoun.is)

DEILA