Póstnúmer

Í dag eru 176 póstnúmer á Íslandi.

Hlutverk póstnúmera er fyrst og fremst að styðja við skilvirka dreifingu póstsendinga og samkvæmt lögum um póstþjónustu er þeirra eini tilgangur að veita starfsfólki og flokkunarvélum upplýsingar um hvert eigi að senda viðkomandi póstsendingu þannig að henni verði dreift til rétts viðtakanda.

Fyrirtæki og yfirvöld hafa þó í gegnum tíðina notað póstnúmer í öðrum tilgangi, til dæmis til ýmiss konar flokkunar varðandi réttindi og skyldur borgara.

Samkvæmt 15. gr. laga um póstþjónustu er það Byggðastofnun sem ákvarðar landfræðilegt mörk póstnúmera og gefur út póstnúmeraskrá. Nú hefur póstnúmeraskráin verið uppfærð og hana má finna hér: https://postnumer.gis.is/mapview/?application=postnumer

DEILA