Nefskattar og krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak hækka um áramót

Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra uppfærast nú um áramótin í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga. Útvarpsgjald verður eftir breytinguna 20.200 kr. og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra 13.284 kr. Gjöldin eru lögð á einstaklinga 16-69 ára á viðkomandi tekjuári sem eru með tekjustofn yfir tekjumörkum. Undanþegnir gjöldunum eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Nefskattar20222023
Útvarpsgjald18.800 kr.20.200 kr.
Framkvæmdasjóður aldraða12.334 kr.13.284 kr.

Krónutölugjöld uppfærast um áramótin í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga. Lágmark bifreiðagjalds verður tvöfaldað og losunarmörk hækkuð.Breytingunni er ætlað að styrkja tekjustofna ríkissjóðs af ökutækjum á eldsneyti en á síðustu árum hafa þeir dregist saman vegna fjölgunar á vistvænum og sparneytnum fólksbílum. Aðrar fjárhæðir bifreiðagjalds uppfærast í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2022 og 2023 eru sýndar í meðfylgjandi töflu.

Helstu krónutölugjöld20222023
Bensín- og olíugjöld (kr./ltr.)  
Almennt vörugjald á bensín30,2032,55
Sérstakt vörugjald á bensín48,7052,45
Olíugjald67,6572,85
Kolefnisgjald  
Gas- og dísilolía (kr./ltr.)12,0513,00
Bensín (kr./ltr.)10,5011,30
Brennsluolía (kr./kg)14,8015,95
Jarðolíugas (kr./kg)13,1514,15
Bifreiðagjald (kr.)*  
Grunngjald bifreið < 3.500 kg.7.540/15815.080/170
Grunngjald bifreið > 3.500 kg.62.280/2,61/97.44567.075/2,81/104.950
Kílómetragjald (kr./km.)  
Kílómetragjald(allir gjaldflokkar uppfærast um 7,7%)
Áfengisgjald (kr./cl.)  
Bjór132,00142,15
Léttvín120,25129,50
Sterkt vín162,70175,25
Tóbaksgjald  
Vindlingar (kr./pk.)542,05583,80
Neftóbak (kr./gr.)30,1532,45
Annað (kr./gr.)30,1532,45
*Sýnt er grunngjald á hvert ökutæki, einingagjald á hvert gr. umfram 121 gr. COog hámarksgrunngjald. Hér er miðað við skráða losun skv. evrópsku aksturslotunni.
DEILA