Mjólkurvinnslan Arna hefur vart undan að framleiða rjóma

Í tilkynningu frá Örnu kemur fram að borið á vöntunum á rjóma í verslunum um land allt undanfarið, sumir hafi farið verslana á milli og gripið í tómt, sem sé mjög leitt að heyra.

Í tilkynningunni segir : „Staðan sé hreinlega sú að við erum að gera okkar besta til að mæta þeirri gífurlegu eftirspurn sem hefur verið á rjómanum frá okkur en við höfum hreinlega ekki náð að mæta þeirri eftirspurn, en framleiðslan á rjómanum helst í hendur við aðra framleiðsluþætti hjá okkur.

Það er okkur þó mikið gleðiefni að tilkynna ykkur það að á mánudaginn fáum við umtalsvert meira magn af rjóma í hús heldur en hefur verið undanfarna daga og vikur. „

Byrjað verður að dreifa þeim rjóma í verslanir um land allt strax á mánudaginn og svo áfram þegar líður á vikuna.

DEILA