Landsmenn syntu samtals 10,2 hringi í kringum Ísland

Syndum, landsátak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (SSÍ) í sundi hófst með formlegum hætti 1. nóvember í Laugardalslaug og lauk miðvikudaginn 30. nóvember s.l. 

Markmiðið með Syndum var að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Til þess að taka þátt skráðu þátttakendur sig inn á www.syndum.is og skráðu metrana sem þeir syntu.

Á tímabilinu skráðu 1.157 einstaklingar sundmetrana sína á heimasíðu átaksins, en jafnframt voru 726 manns sem skáðu sundmetrana sína á þar til gerð skráningarblöð sem lágu í afgreiðslum flestra sundlauga landsins. Það voru því samtals 1.883 aðilar sem skráðu ferðir sínar á meðan á átakinu stóð og syntu 13.515 km sem gera 10,2 hringi í kringum landið.

DEILA