Ísfirðingur með útgáfugleði í Hafnarfirði

Guðný Anna Annasdóttir

Gudda Creative fagnar útgáfu barnabókanna „Lindís getur flogið“ og „Steindís og furðusteinarnir“, auk útgáfu allra hinna bókanna. Það er vegna þess að fyrstu 6 bækurnar voru útgefnar á tímum heimsfaraldurs.

Þessi langþráða útgáfugleði verður haldinn fimmtudaginn 8. desember 2022, kl. 16:00 til 19:00 á veitingastaðnum Vellir, Hótel Völlum, Tjarnarvellir 3, 221 Hafnarfirði.

Gudda Creative býður einnig upp á sýningu á sýnishornum af sínum eigin handprjónuðu ullarvörum.

Höfundur bókanna er Ísfirðingurinn Guðný Anna Annasdóttir og eru þær myndskreyttar af syni Guðnýjar, Páli Jóhanni Sigurjónssyni, myndlistamanni.

Ullarvörurnar eru hannaðar og prjónaðar af Guðnýju Önnu Annasdóttur.

DEILA