Ísafjörður – Jólatré & jólastemming

Ísfirsk jólatré 2022 er hægt að fá hjá Skógræktarfélagi Ísafjarðar því að á morgun laugardaginn 10. desember frá kl. 1 til 3 eftir hádegi býðst fólki að koma á áningarstað á mótum Skutulsfjarðarbrautar og Skógarbrautar og halda þaðan upp í  skógarreit Skógræktarfélags Ísafjarðar og höggva sér jólatré.

Boðið verður upp á kaffi, kakó og smákökur.

Verð kr. 7000; í reiðufé eða lagt inn á reikning.

DEILA