Hand­tekinn vegna kanna­bis­ræktunar á Tálkna­firði

Tálknafjörður. Ein heimastjórnin er fyrir Tálknafjörð.

Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum og þar er sagt að búnaður og uppskera ræktunar hafi verið haldlögð.

Einn var handtekinn en honum var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að tilgreina umfang efna og máls að svo stöddu segir í tilkynningunni .

DEILA