Hagstofan birtir mannfjöldaspá

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar Íslands 467 þúsund árið 2073. Landsmönnum fjölgar úr 376 þúsundum árið 2022 í 412-525 þúsund á næstu 50 árum með 90% líkum.

Samkvæmt háspá eru 5% líkur á því að fjöldi íbúa verði meiri en 535 þúsund og 95% líkur á því að hann verði minni. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á því að íbúafjöldi verði minni en 412 þúsund og 95% líkur á því að hann verði meiri.

Mannfjöldaspáin byggir á nýjum líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána.

Með nýja tölfræðilíkaninu er hægt að búa til staðbundnar spár þar sem komið er í veg fyrir ofmat íbúafjölda, t.d. vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga, en áætlaður fjöldi íbúa með vanalega búsetu á Íslandi er um 2,5% minni en skráður fjöldi.

Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af náttúrulegum, félagslegum eða efnahagslegum orsökum.

Greinargerð um nýja aðferðir mannfjöldaspár verður birt á fyrri hluta árs 2023.

DEILA