FULLVELDISDAGURINN

Þann 18. júlí 1918 var lokið við samning við stjórnvöld í Danmörku um fullveldi Íslands. Um haustið fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn og var hann samþykktur af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Íslendingar gátu því lýst yfir fullveldi sínu sunnudaginn 1. desember 1918.

Mikill meirihluti landsmanna býr í dag í þéttbýli, eða 95%, en í byrjun síðustu aldar var raunin hins vegar talsvert önnur þegar hlutfallið var einungis tæplega fjórðungur. Þegar kom fram á árið 1922 var svo komið að meirihluti landsmanna bjó í þéttbýliskjörnum.

Þessi gríðarlega breyting sést vel á myndritinu sem fylgir hér með og Hagstofan birti í dag.

DEILA