Dagur reykskynjarans var í gær

Árlegt forvarnarátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og HMS hófst í gær og mun átakið vara út desember.

Með forvarnarátakinu er verið að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum.

Það er nauðsynlegt að huga að reykskynjaranum að lámarki einu sinni á ári og skipta um rafhlöðu svo hann sinni sínu hlutverki. Það er góð regla að skipta um rafhlöðu 1. desember ár hvert. Það er um að gera að virkja börnin í það verkefni og leyfa þeim að taka þátt til að virkja vitund þeirra á brunavörnum heimilisins.

Skerandi hljóðið frá reykskynjaranum á að vekja upp varnarviðbrögð hjá okkur og fá okkur til að bregðast við aðstæðum. Það þýðir að ef reykskynjarinn pípir þá þarf að bregðast við, ekki bíða með að skipta um rafhlöðu gerðu það strax.

Andlit átaksins í ár er Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og er afar kærkomið að fá svona flotta og öfluga fyrirmynd með í lið til að vekja athygli á þessu mikilvæga öryggistæki.
DEILA