Björgunarsveitir og flugeldasala

Sjálfboðaliðar björgunarsveita standa vaktina allt árið um kring til að tryggja öryggi og bjarga mannslífum.

Sama hvernig viðrar, allan sólarhringinn um land allt, eru þeir á vakt og mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum Landsbjargar síðustu daga.

Frá 17. desember hafa 83 aðgerðir verið í gangi með 633 félögum frá 63 björgunarsveitum.

Verkefnin voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Allt frá því að losa fasta bíla yfir í að flytja ófríska konu sem var svo einnig flutt aftur heim ásamt nýja fjölskyldumeðlimnum.

Nú er komið að þeirra helstu fjáröflun sem er sala flugelda en landsmenn hafa í meira en hálfa öld veitt þeim dyggan stuðning með kaupum á flugeldum sem lýsa upp nýársnótt og gera sveitunum þannig kleift að vera alltaf til taks.

DEILA