Ágæt rjúpnaveiði

Samkvæmt upplýsingum frá Áka Ármanni Jónssyni, formanni SKOTVÍS, sýna fyrstu niðurstöður úr könnun sem send var til rjúpnaveiðimanna að veiði hafi aukist frá fyrra ári og veiðimönnum gengið betur.

Fyrstu niðurstöður benda til þess að hlutfallslega mesta aukning hafi verið á Vesturlandi,

 Fyrstu niðurstöður aldursgreininga gefa til kynna að sá viðkomubrestur sem mældur var á Norðausturlandi síðsumars hafi verið reyndin mun víðar á landinu. Í venjulegu ári eru algeng hlutföll unga í rjúpnastofninum á veiðitíma á bilinu 70-80%, en ungahlutfall var almennt lágt eða á bilinu 57-70% eftir landshlutum.  Samkvæmt þessu hefur viðkoma rjúpunnar verið almennt léleg 2022 að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. 

Þann 20. desember 2022 höfðu aldursgreiningar á 1394 fuglum frá veiðitíma 2022 farið fram á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Þar af voru flestir fuglar af Norðausturlandi (626) og Austurlandi (275). Búist er við að alls verði um 2000 fuglar aldursgreindir. 

DEILA