Aftakaveður og áhrif þess í Vísindaporti

Föstudaginn 9. desember mun Catherine P. Chambers flytja erindið „Aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög“ í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

Rannsóknir á loftslagsbreytingum beinast oft að því að skoða áhrif hækkandi sjávarmáls á dreyfingu fiskistofna, mannvirki og aðra mikilvæga innviði við strendur. Annað áhyggjuefni sem sjaldnar er fjallað um er hvernig alvarlegir veðuratburðir geta haft áhrif á fiskveiðar eða fiskeldi í sjó. Nýjasta kynslóð loftslagslíkana bendir til þess að tíðni og styrkur storma geti aukist í Norður-Atlantshafi; óvissa er þó enn mikil og hugsanlegar afleiðingar fyrir svæðisbundið loftslag á Íslandi eru ekki vel rannsakaðar.

Þessi rannsókn er fyrsta tilraun til að skapa betri skilning á staðbundnum og svæðisbundnum áhrifum óveðurs á sjávarútveg á Íslandi. Með þverfaglegri nálgun var gerð greining á 3 megin þáttum:

  1. Svæðisbundin framtíðar vindhraða spá á Íslandi og nágrenni.
  2. Skráning á staðbundinni reynslu með hálf skipulögðum viðtölum við ýmissa hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fiskeldi.
  3. Forgangslisti rannsókna sem mun aðstoða við framtíðarviðleitni til að kanna aðlögunarþörf vegna loftslagsbreytinga fyrir samfélög sem eru háð fiskveiðum. 

Niðurstöður benda til þess að þörf sé á frekari rannsóknum.

Catherine er með doktorsgráðu í sjávarútvegi frá University of Alaska. Hún er rannsóknarstjóri hjá UW og starfandi vísindamaður hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Áður starfaði hún hjá Þekkingarsetri á Blönduósi sem strandmenningarfræðingur og við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum og ferðamáladeild. Hún er varaformaður UArctic Thematic Network on Ocean Food Systems og annar varaformaður og íslenskur fulltrúi IASC Human and Social Working Group. Hún vinnur nú að tveimur Horizon Europe-verkefnum um réttlæti á norðurslóðum og félagshagfræðileg áhrif á hreyfingar uppsjávarfiska í Norður-Atlantshafi

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku og ensku en glærur verða á ensku.

DEILA